Þórisvatn er í Tunguhreppi í N.-Múlasýslu. Það er 0,48 km², 3-4 m djúpt og í 59 m hæð yfir sjó. Þjóðvegur liggur að suðurenda þess. Í Þórisvatni er bleikja af stofni seiða, sem sett voru í það fyrst 1967.
Hún hefur þrifist vel og náð góðri stærð. Áður var vatnið fisklaust.
Þjóðsagan segir, að skessa nokkur, sem bjó eigi allfjarri, hafi misst bónda sinn við veiðar á vatninu og lagt þau álög á vatnið, að þar skyldi ekki veiðast framar.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 730 km og 35 km frá Egilsstöðum.