Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þórisvatn

Þórisvatn er í Tunguhreppi í N.-Múlasýslu. Það er 0,48 km², 3-4 m djúpt og í 59 m hæð yfir sjó. Þjóðvegur liggur að suðurenda þess. Í Þórisvatni er bleikja af stofni seiða, sem sett voru í það fyrst 1967.

Hún hefur þrifist vel og náð góðri stærð. Áður var vatnið fisklaust.
Þjóðsagan segir, að skessa nokkur, sem bjó eigi allfjarri, hafi misst bónda sinn við veiðar á vatninu og lagt þau álög á vatnið, að þar skyldi ekki veiðast framar.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 730 km og 35 km frá Egilsstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )