Þessir fossar eru líkari flúðum, þegar mikið er í Þjórsá austan Búrfells, en eftir að Búrfellsvirkjun tók til starfa, hefur tíðast runnið lítið vatn um gamla farveginn.
Milli Tröllkonuhlaups og Þjófafoss er nafnlaus foss. Þjófafoss er talinn hafa fengið nafn af því, að þar hafi þjófum verið drekkt. Tröllkonuhlaup fell milli nokkurra kletta, sem stóðu upp úr ánni eins og stiklur.
Nafn þessa foss er skýrt í þjóðsögunni um Gissur í Botnum, en þar segir að tröllkerlingin í Búrfelli hafi fleygt þessum klettum út í Þjórsá til að geta stiklað yfir ána þurrum fótum, þegar hún fór að heimsækja systur sína í Bjólfelli.
Það er örskammt milli Þjórsár og Ytri-Rangár á þessum slóðum, en austan hennar er hnjúkur, sem heitir Tröllkona. Það er lítill krókur að aka frá veginum yfir vikursandana milli Búrfells og Heklu niður að þessum fossum.