Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingvellir Helgafellssveit

Þingvellir heitir bær við botn Þingvallavogar sunnan Stykkishólms.

Þar var fjórðungsþingstaður, sem  Eyrbyggja segir að hafi verið saurgaður með heiftarblóði og því hafi orðið að flytja þingið annað. Þarna fundust á fimmta tug búðatótta við fornleifarannsóknir á 19. öld.

Stærsta búðin var u.þ.b. 20 m löng. Eyrbyggja segir líka, að þar sjáist dómhringur enn þá, þegar sagan er rituð, og blótsteinn eða Þórssteinn inni í honum. Þar voru þeir menn, sem blóta skyldi brotnir um steininn.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …
Stykkishólmur, Ferðast og Fræðast
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )