Þingvellir heitir bær við botn Þingvallavogar sunnan Stykkishólms.
Þar var fjórðungsþingstaður, sem Eyrbyggja segir að hafi verið saurgaður með heiftarblóði og því hafi orðið að flytja þingið annað. Þarna fundust á fimmta tug búðatótta við fornleifarannsóknir á 19. öld.
Stærsta búðin var u.þ.b. 20 m löng. Eyrbyggja segir líka, að þar sjáist dómhringur enn þá, þegar sagan er rituð, og blótsteinn eða Þórssteinn inni í honum. Þar voru þeir menn, sem blóta skyldi brotnir um steininn.