Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingeyrarkirkja

Þingeyri

Þingeyrarkirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Prestssetur hefur verið á Þingeyri frá    1915 og útkirkja á Hrauni. Núverandi steinkirkja var byggð 1910-1911 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar, húsameistara ríkisins og Dýrfirðings. Hann réði öllu um gerð hennar og engu hefur verið breytt síðan. Kirkjan er úr steinsteypu og Rögnvaldur lét hana snúa í norður-suður til að hún tæki sig betur út frá sjó séð. Þórarinn B. Þorláksson málaði altaristöfluna (Jesús blessar börnin; landslag líklega úr Dýraf.), sem var gjöf frá Gramsverzlun eins og lóðin fyrir kirkjuna, og Ríkharður Jónsson skar út skírnarsáinn.

Skírnarskálin er forn og fengin úr Sandakirkju auk tveggja ljósastikna frá árinu 1656.. Margir aðrir gamlir gripir eru úr Sanda- og Hraunskirkjum. Gréta og Jón Björnsson myndskreyttu og máluðu kirkjuna 1961, m.a. mynd af hl. Nikulási vinstra megin altarsins. Hægra megin er mynd af Pétri postula. Halla Haraldsdóttir, glerlistakona, gerði steindu gluggana þrjá í kórgafli. Svanhildur Hjartar, móðir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, saumaði fagran altarisdúk, sem var gefinn kirkjunni. Móðurafi forsetans, Ólafur Hjartar, var lengi meðhjálpari í kirkjunni og Ólafur Ragnar fylgdi oft afa sínum til kirkju, því að hann var að hluta til alinn upp hjá móðurforeldrum sínum.

Eyðibýlið Sandar, fyrrum prestsetur og kirkjustaður sóknarinnar, er skammt utan og ofan kauptúnsins. Þar mun hafa verið kirkja allt frá 13. öld. Yfirsmiður við steypuvinnu núverandi kirkju var Bergsveinn Jóhannesson. Yfirsmiður var þáverandi hreppstjóri, Jóhannes Ólafsson. Auk þessara tveggja unnu 6 menn að byggingunni. Margir lögðu hönd á plóginn að auki án greiðslu og hver sjómaður á þilskipum gaf einn fisk úr róðri og hver trilla líka til styrktar nýju kirkjunni. Sóknargjöld voru hækkuð um helming í nokkur ár til að greiða kostnað. Kirkjubyggingin kostaði alls kr. 13.460.-.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er ei…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )