Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þernuvatn Hvilftarvatn Deildarvatn

Þessi vötn eru á austanverðri Melrakkasléttu, í Svalbarðshreppi. Þernuvatn er þeirra langstærst, 1,6   km².   Það er grunnt og í 122 m hæð yfir sjó. Allstór hólmi er í vatninu miðju. Til þess falla lækir í kring og úr því Þernulækur til Kollavíkurár.

Hvilftarvatn er lítið, 0,2 km², grunnt og í 120 m hæð yfir sjó. Aðrennsli er lítið og úr því fellur lækur til Deildarvatns, sem er 0,4 km² og grunnt. Þaðan rennur Deildará, sem síðar heitir Sveinungsvíkurá. Þjóðvegur 85 liggur milli vatnanna. Í þessum vötnum er bæði bleikja og urriði og Hvilftarvatn er talið best til veiða.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustas…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )