Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þeistareykjastöð

Þeistareykjastöð
Heimamenn áttu frumkvæði að nýtingu svæðisins, en saga Þeistareykja nær allt til ársins 1999. Það var svo árið 2005 sem Landsvirkjun eignaðist rúm 30% í fyrirtækinu en eignaðist svo félagið að fullu vorið 2010.

Hönnun mannvirkja hófst árið 2011 og þremur árum síðar var ráðist í umfangsmiklar undirbúningsframkvæmdir. Í febrúar 2015 var keypt ein 45 MW vélasamstæða og tilheyrandi búnaður. Í ágúst mánuði sama ár var ákveðið að ráðast í annan áfanga verkefnisins, sem snýr að kaupum og uppsetningu á annarri 45 MW vél.

Upphaf byggingaframkvæmda var á vormánuðum 2015, en hámarki náðu þær á verkstað árið 2016/2017 og þegar mest var störfuðu þar um 240 manns. Fyrsti áfangi var gangsettur á fjórða ársfjórðungi ársins 2017 og verklok áætluð haustið 2018.

Jarðhitasvæðið við Þeistareyki býður upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu, en áætluð orkuvinnslugeta svæðisins er um 200 MW. Frá upphafi hefur meginmarkmiðið verið að reisa hagkvæma og áreiðanlega stöð sem tekur mið af umhverfi sínu og náttúru.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …
Þeistareykir
Þeistareykir í Suður-Þingeyjarsýslu Eyðibýlið Þeistareykir tilheyrir Aðaldalshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er u.þ.b. 10 km suðaustan  Sæluhúsmúl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )