Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Teigur í Vopnafirði

Teigur er rétt við þjóðveginn í Hofsárdal, þar sem hann sveigir upp á Fossheiði í átt að hringveginum á  . Sigurður Þórarinsson (1912-1983), jarðfræðingur, fæddist að Hofi lítið eitt austar, en ólst upp að Teigi. Hann menntaðist í Stokkhólmi og lauk þar doktorsprófi 1944. Hann var forstöðumaður jarð- og landfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands á árunum 1947-68 og prófessor í jarð- og landafræði við HÍ 1968-83. Hann er meðal þekktustu vísindamanna þjóðarinnar og heimsfrægur fyrir rannsóknir jökla, breytinga loftslags, eldfjalla, en aðallega öskulaga. Hann var upphafsmaður síðastnefndu rannsóknanna, sem leiddu til mikillar einföldunar tímatalsákvarðana (tephrachronology) með hliðsjón af öskulögum. Sigurður skrifaði u.þ.b. 300 greinar og rit og hélt u.þ.b. 200 erindi í háskólum, vísindastofnunum og á ráðstefnum vítt og breitt um heiminn. Hann var skáld gott og orti eða þýddi mörg ljóð og vísur við þekkt lög.

Hann var í stjórn margra félaga, s.s. JÖRFÍ og Jarðfræðifélags Íslands um árabil.

Skáldkonan Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir; 1891-1972) bjó um skeið að Teigi. Eftir hana liggja nokkrar ljóðabækur. Sonur hennar, Þorsteinn Valdimarsson (1918-1977), guðfræðingur, var einnig þekkt skáld, sem orti ljóð og þýddi.

Veiðihús Hofsár er í Landi Teigs, sem nýtur mikilla hlunninda vegna laxveiðinna í ánni.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Vopnafjörður
Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kobeinstanga í innanverðum Vopnafirði, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. Þar hefur verið verzlunarstaður frá f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )