Svartifoss er meðal kunnustu fossa hérlendis, þótt hann sé oftast mjög vatnslítill og fallhæðin ekki mikil. Fólk, sem skynjar fegur hans, getur setið stundum saman og dáðst að honum. Nafnið dregur hann af mjög dökkum og löngum blágrýtisstuðlum bergþilsins, sem hann steypist niður.
Gangan upp að fossi frá tjaldstæðinu og til baka tekur 1-1½ klst. Stígarnir eru vel merktir og engar hindranir á leiðinni. Leiðin liggur upp að Vestragili fram hjá Hundafossi, þar sem hún er u.þ.b. hálfnuð. Velji fólk aðarar leiðir til baka, verður göngutúrinn mun lengri en að framan greinir.