Sturlureykir eru í Reykholtsdal í Borgarfirði. Erlendur Gunnarsson (1853-1919), bóndi þar, var fyrstur manna í Borgarfirði til að nýta hveraorkuna sér og heimilisfólki til gagns. Hann hafði áhuga á því að leiða heitt vatn heim á bæinn, en hverinn var neðan bæjar, svo það gekk ekki. Þá steypti hann yfir hverinn og leiddi gufuna inn í steypta eldavél í eldhúsi og það nægði til að allrar suðu og upphitunar húsnæðisins.