Straumnes er á milli Aðalvíkur og Rekavíkur. Fjallið á nesinu heitir ýmsum nöfnum líkt og Esjan. Upp af Aðalvík heitir það Látrafjall og frá Kví gengur Straumneshlíð brött í sjó fram. Straumnesfjall er inn af henni, en venjulega er það nafn látið duga fyrir allt fjallið. Nesoddinn er strógrýtisurð, þar sem elzti Goðafossinn strandaði 1916. Viti var byggður þar árið 1921.
Fjallið Skorar er austan Straumnesdal Rekavíkurmegin, þar sem Bandaríkjamenn byggðu stóra radarstöð 1954-56. Þá var gerður flugvöllur á söndunum innan við Látra í Aðalvík og vegur upp fjallið. Stöðin starfaði einugis í 10 ár.