Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stóra-Viðarvatn

Stóra-Viðarvatn eða Viðarvatn er í Svalbarðshreppi á austanverðri Melrakkasléttu. Það er 2,5 km², dýpst     20 m og 151 m yfir sjávarmáli. Víðinesá rennur frá því og fellur til sjávar í Viðarvík, sem er syðri hluti Kollavíkur.

Þjóðvegur 85 er skammt austan vatnsins og sunnan þess er vegur nr. 867, sem liggur yfir þvera Sléttuna. Akfært er að vatninu og eitthvað meðfram því. Vænn silungur er í vatninu, urriði, bleikja og líklega murta. Engin netveiði er stunduð í vatninu.

 

Myndasafn

Í grennd

Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustas…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Ytra Deildarvatn
Deildarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu austanverðri. Það er 1,3 km², fremur grunnt og í 38 m hæð yfir sjó. Í það renna Fremri-Deildará, Öld…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )