Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stóra-Vatnshornskirkja

Stóra-Vatnshornskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi.
Stóra-  Vatnshorn er bær og kirkjustaður í Haukadal. Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður, Andrési og Pétri postulum, Ólafi helga, Noregskonungi, og Þorláki helga. Kirkjan var útkirkja frá Kvennabrekku til 1969, þegar hún var lögð til Búðardals í Hjarðarholtssókn.

Kirkjan, sem nú stendur, var vígð 15. ágúst 1971. Hún er úr timbri og stendur á steyptum grunni. Hún er rislanga frá grunni með afþiljaðri forkirkju og sönglofti. Klukknaportið norðan við kirkjuna er í sama stíl. Guðmundur Kristjánsson frá Hörðubóli skar út skírnarsáinn og vegghillu. Altarisbríkin er gömul en flestir gripa kirkjunnar eru varðveittir í minjasafninu á Laugum í Sælingsdal.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )