Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stóra-Giljá

Stóra-Giljá er í þjóðbraut rétt við austanvert mynni Vatnsdals í Húnavatnssýslu. Þaðan var fyrsti  kristinboðinn á Íslandi, Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli. Hann ferðaðist um landið nokkru fyrir árið 1000 með saxneskum biskupi, sem Friðrik hét, og boðaði kristna trú. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Norðan túns, rétt sunnan þjóðvegar, er stakur steinn, Gullsteinn. Koðrán trúði á anda, sem átti þar bústað og vildi ekki láta skírast. Hann taldi andann kröftugri en Krist. Biskupinn fór þá að steininum og söng yfir honum þar til hann sprakk. Þá sannfærðist Koðrán fyrst og lét skírast. Árið 1981 var þess minnst, að 1000 ár væru liðin frá fyrstu tilraun til að kristna Íslendinga og minnismerki eftir Ragnar Kjartansson var afhjúpað hjá Gullsteini.

Þorvaldur og biskupinn, sem bjuggu á Lækjamóti í Víðidal, urðu óvinsælir meðal landsmanna, einkum hinn fyrrnefndi vegna vígaferla og yfirgangs. Óvinir þeirra söfnuðu liði tæplega 300 manna og ætluðu að brenna þá inni. Þeir komust ekki lengra en að túnfætinum að Lækjamóti, þegar fuglahópur fældi hesta þeirra, þannig að margir slösuðust illa við að detta af baki.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )