Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stóra-Áskirkja

Stóra-Áskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Stóri-Ás er bær og kirkjustaður. Kirkjusetur þar er fornt og katólskar kirkjur voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður, Andrési postula og öllum helgum mönnum. Á árabilinu 1605-1812 tilheyrði Áskirkja Húsafellsprestakalli en það var lagt niður og Reykholt tók við.

Kirkjan, sem nú stendur í Ási, var byggð 1897 af Jóni Magnússyni kirkjubónda. Altaristaflan er eftir Carl Bloch og sýnir Jesú koma út úr gröfinni. Skírnarsárinn úr tini sýnir ártalið 1726 og annan nýrri, úr rauðleitum steini úr Bæjargilinu á Húsafelli, gerði Leifur Kaldal. Margir aðrir gripir kirkjunnar eru gamlir og merkilegir.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )