Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stöng

Bærinn að Stöng

Stöng í Þjórsárdal mun hafa eyðzt í Heklugosi árið 1104 ásamt fjölda annarra bæja í dalnum. Þetta er   fyrsta gosið í Heklu, sem getið er um eftir landnám. Árið 1939 fór hópur norrænna fornleifafræðinga á stúfana í Þjórsárdal og uppgötvuðu margt merkilegt, s.s. húsaskipan. Þótt grafið væri víða, var ákveðið að reyna að varðveita uppgröftinn á Stöng og byggt yfir hann, þannig að gestir og gangandi gætu gert sér grein fyrir híbýlum manna á söguöld.

Þjóðveldisbærinn, sem var byggður í dalnum 1974-77, var gerður með Stöng sem fyrirmynd. Talið er að Gaukur trandill hafi búið á Stöng á 10. öld og að húsfreyjan á Steinastöðum, sem stóðu nokkuð ofar, hafi verið ástkona hans, enda segir í vísunni:

Þá var öldin önnur,
er Gaukur bjó í Stöng,
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.

 

Myndasafn

Í grennd

Árnes, Þjórsárdalur. Ferðast og Fræðast
Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfel…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Þjórsárdalur
Árnes Þjórsárdalur Ferðavísir: Flúðir 24 km. Laugarás 19 km,<Árnes>  Sigalda 64 km. Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnám…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )