Náttúrufegurð er mikil á Stokkalæk. Lækurinn, sem bærinn dregur nafn sitt af, rennur í afar fögru gili,
þar sem náttúrulegir hraunfossar gleðja augað á öðrum bakkanum en melar og klettar prýða hinn bakkann. Vatnsdalsfjall, Þríhyrningur og Tindfjöll mynda umgjörð um þessa vin við hálendisjaðarinn. Skyggnir er útsýnisstaður við túnjaðarinn á bænum og þaðan má líta jafnt fagra fjallasali sem sælan sveitablóma.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir.