Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stapafell

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum. Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi.  Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir.

Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalanesi. Sést þar enn marka fyrir slóðum. Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári. Bandaríkjamenn fluttu mestan hluta fjallsins í undirstöður flugvallarins á Rosmhvalanesi árið 1951.

Myndasafn

Í grennd

Grindavík
Grindavík á Reykjanesi Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem veita íbúum og fjölda aðk…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )