Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stafholtskirkja

Stafholtskirkja

Stafholtskirkja er í Stafholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Stafholt er bær, kirkjustaður og  í Stafholtstungum. Þar var Nikulásarkirkja í katólskum sið. Hjarðarholt var lengi eina annexían frá Stafholti en eftir 1911 bættust við kirkjurnar í Hvammi í Norðurárdal og Norðtungu.

Kirkjan, sem nú stendur í Stafholti, var byggð 1875-1877. Hún er úr timbri, allstór og sérstök vegna grindverksins í kórnum og hringhvelfingarinnar yfir honum. Einar Jónsson, myndhöggvari, gerði altaristöfluna, sem kom í stað annarrar, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni, eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Ágúst Sigurmundsson, myndskeri, gerði skírnarsáinn. Á kaleik kirkjunnar er ártalið 1748, en hann gerði Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður í Kaupmannahöfn.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )