Stæðavötn eru tvö fjallavötn fyrir ofan Breiðuvík. Þangað er u.þ.b. 10 mínútna ganga frá veginum að Ferðaþjónustunni í Breiðuvík, þar sem veiðileyfi eru seld og gisting er í boði. Efra-Stæðavatn er u.þ.b. 1 km langt og 800 m breitt og hið neðra 700 m langt og 500 m breitt. Ekki er vitað um nákvæma dýpt vatnanna er gizkað á 4-8 m. Fiskurinn er 0,5-4 pund. Veiðitíminn er frá maí til ágúst. Veiðimönnum er vísað á beztu veiðistaðina.