Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Staðarkirkja í Staðardal í Súgandafirði

Staðarkirkja er í Staðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Staður er bær og kirkjustaður í hinum   óbyggða Staðardal við utanverðan Súgandafjörð að vestan. Katólskar kirkjur á Stað voru helgaðar Guði og Maríu guðsmóður.

Prestssetrið, sem er ævagamalt, lagðist niður 1863 vegna prestaskorts og þá varð Staðarkirkja útkirkja frá Holti til 1901, þar til prestur fékkst að Stað. Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið reist í Staðardal um 1100. Síðasti presturinn, sem sat Stað, var Jóhannes Pálmason (1914-1978). Hann hvarf til Reykholts 1972. Kirkjan, sem var byggð 1886, stendur enn þá.

Staður er höfuðból og kirkjustaður frá fornu fari og þar var aðalkirkja héraðsins frá upphafi. Í kirknatali Skálholtsdæmis frá því um 1200 er jörðin kölluð Breiðabólstaður sem og víðar í fornum heimildum. Nafnið Staðarstaður notað um jörðina í nokkrum heimildum frá 16. öld. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu guðsmóður og öllum heilögum. Nokkuð sérstakt samband virðist hafa verið á milli Staðarkirkju og Kaldrananeskirkju því að lík frá bæjum í Kaldrananessókn mátti jarða á hvorum staðnum sem var.

Torfkirkjan, sem stóð fram yfir miðja 19. öld var jöfnuð við jörðu og núverandi timburkirkja reist á rústum hennar um 1855. Hún er því þriðja elzta hús Strandasýslu, aðeins kirkjurnar á Kaldrananesi og í Árnesi eru eldri. Vigdís Finnbogadóttir beitti sér fyrir stofnun sjóðs til endurbóta kirkjunnar. Viðgerðunum lauk árið 1990 og þá var kirkjan endurvígð. Kirkjan var endurbyggð í upphaflegum stíl, að því frátöldu að turninn sem er síðari tíma viðbót var látinn halda sér. Kirkjugarðurinn stækkaður og girtur að nýju.

Halldór Einarsson, sem var prestur á Stað frá 1724-38, og Sigríður Jónsdóttir kona hans gáfu Staðarkirkju predikunarstólinn sem er þar enn. Staðarkirkja á fleiri merka gripi, s.s. tvær fornar klukkur, önnur frá 1602, silfurkaleik og altaristöflu frá 18. öld. Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður, smíðaði kaleikinn. Þá á kirkjan fornt skírnarfat úr messing með ártalinu 1487 og oblátudósir úr silfri, sem séra Hjalti Jónsson, prófastur á Stað frá 1798-1827, gaf kirkjunni.

Myndasafn

Í grennd

Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )