Staðarfellskirkja er í Hvammsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á voru helgaðar Pétri postula. Staðarfellskirkja lá lengi undir Skarðsþing á Skarðsströnd og varð síðar útkirkja frá Hvammi í Hvammssveit.
Á árunum 1880-1890 voru Staðarfells-, og Dagverðarneskirkjur sérstakt prestakall, Staðarfellsþing, en það var aldrei staðfest með lögum. Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri og var byggð og vígð 1891.