Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sólheimavötn: Holmavatn og Gullhamarsvatn

holmavatn

Sólheimavötn í Dölum eru: Hólmavatn og Gullhamarsvatn. Þau eru 1,5 km² og 4 km löng og mjög   vogskorin. Fjöldi veiðileyfa á dag er ekki takmarkaður. Veiðin er vatnableikja og urriði og best er að veiða síðdegis í dumbungsveðri. Urriðinn er 1-4 pund og bleikjan 1-3 pund.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 182 km og 30 km frá Búðardal.

Veiðikortið:
Veiðisvæðið:

Veiða má í öllu vatninu fyrir landi Sólheima. Veiða má s.s. fyrir landi Sólheima, eða frá útfalli austur fyrir vatnið og norður að þeim punkti þar sem Reiðgötuvatn liggur að vatninu

Gisting:
Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við landeiganda, end þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna.
Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds. Skráning inn á svæðið þarf að vera milli 7:00 og 22:00
Tímabil:
Veiðitímabilið hefst ekki fyrr en um miðjan júní, eða þegar vegurinn að vatninu er orðinn fær, og því lýkur 30. september.
Agn:
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Stranglega bannað er að leggja net.
Besti veiðitíminn:
Góð veiði er allt sumarið.
Reglur:
Veiðimenn verða að skrá sig við komu á bænum Sólheimum áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu, sem þarf að skila útfylltri við lok veiða. Aðeins er heimilt að koma til veiða milli 7:00 og 22:00. Öll umferð á mótorhjólum / fjórhjólum er bönnuð nema í samráði við veiðivörð. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. Hundar eru bannaðir á svæðinu.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Guðbrandur Ólafsson á Sólheimum, S: 858-1961 eða 434-1299.

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )