Sólfarið í Reykjavík
Sólfar er höggmynd eftir Jón Gunnar Árnason myndhöggvara. Verkið er staðsett við Sæbraut í Reykjavík og var afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst árið 1990 og er nú á meðal helstu viðkomustaða erlendra ferðamanna sem heimsækja Reyjavík.
Árið 1986 efndu Íbúasamtök Vesturbæjar Reykjavíkur til samkeppni um útilistaverk í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Sólfar varð fyrir valinu og var frummyndin, lítill álskúlptúr gefinn Reykjavíkurborg. Það mun vera algengur misskilngur að Sólfarið sé víkingaskip en verkinu hefur verið lýst með eftirfarandi hætti: „Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, leit, framþróun og frelsi. Það er draumbátur sem felur í sér von og birtu“.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: