Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Snókadalskirkja

Snókdalskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Snóksdalur er bær og     í Miðdölum. Þar var kirkja helguð heilögum Stefáni í katólskum sið. Kirkjan, sem nú stendur, var vígð árið 1874. Hún er lítil timburkirkja með litlum turni og sönglofti með bekkjum að hluta og tekur um 80 manns í sæti. Miklar endurbætur fóru fram á kirkjunni á árunum 1975-1978.

Eitt af sérkennum kirkjunnar er, að prédikunarstóllinn er uppi á altarinu. Á innri dyrum, utanverðum, er forn og skreyttur dyrahringur úr kopar. Hjarir og skrá hurðarinnar eru úr gömlu kirkjunni. Talið er, að þessir gripir hafi verið smíðaðir í Breiðafjarðareyjum. Guðmundur Kristjánsson á Hörðubóli skar út krossinn á altarinu. Fleiri góðir gripir eru í kirkjunni, s.s. kaleikur frá 16. öld.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )