Snókdalskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Snóksdalur er bær og í Miðdölum. Þar var kirkja helguð heilögum Stefáni í katólskum sið. Kirkjan, sem nú stendur, var vígð árið 1874. Hún er lítil timburkirkja með litlum turni og sönglofti með bekkjum að hluta og tekur um 80 manns í sæti. Miklar endurbætur fóru fram á kirkjunni á árunum 1975-1978.
Eitt af sérkennum kirkjunnar er, að prédikunarstóllinn er uppi á altarinu. Á innri dyrum, utanverðum, er forn og skreyttur dyrahringur úr kopar. Hjarir og skrá hurðarinnar eru úr gömlu kirkjunni. Talið er, að þessir gripir hafi verið smíðaðir í Breiðafjarðareyjum. Guðmundur Kristjánsson á Hörðubóli skar út krossinn á altarinu. Fleiri góðir gripir eru í kirkjunni, s.s. kaleikur frá 16. öld.