Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Slútnes

Slútnes er eyja í Mývatni, í landi Grímsstaða, Hún er hin kunnasta og fjölsóttasta í vatninu og ekki  munaði miklu, að gengt yrði út í hana, þegar botn Ytri-Flóa reis svo í síðustu Mývatnseldum, að ekki var fært á bátum. Flóinn dýpkaði aftur vegna dælingar til Kísilgúrverksm.

Eyjan er svo vel gróin, að skrúðgarði líkist og þar verpa a.m.k. 9 tegundir anda og aðrir fuglar. Varpið hefur látið á sjá vegna ágangs minks, sem erfitt er að eiga við. Á eyjunni er birki, víðikjarr og reynir og aronsvöndur, sem er kallaður Mývatnsdrottning og er einkennisjurt Mývatnssvæðisins. Hvönn og blágresi eru hávaxnar jurtir og þar finnst hvítt blágresi, sem er mjög sjaldgæft. Talsvert er um fjórlaufasmára, móamaríustakk, kollstör og skrautpunt. Þarna hafa fundizt 105 tegundir háplantna, eða upp undir fjórðungur allra tegunda íslenzkra háplantna.

Myndasafn

Í grennd

Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )