Skógatjörn er lítil tjörn rétt vestan við Mývatn, skammt suðvestan Grímsstaða. Eldisfiski hefur verið sleppt í hana með góðum árangri. Veiðin er eldislax, 4-8 pund, og eldisbleikja, 2 pund. Veiðilíkur eru ágætar. Greitt er aukalega fyrir veiddan fisk. Öll lögleg beita er leyfð.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 480 km og 8 km frá Reykjahlíð.