Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skjaldbreiður

Skjaldbreiður

Fjallið Skjaldbreiður

Skjaldbreiður (1060 m) er fagurt dæmi um hraundyngju ásamt systur sinni Trölladyngju norðan Dyngjujökuls. Skjaldbreiður er norðaustan Þingvallasveitar og er hluti svipmikils fjallahrings sveitarinnar. Gígurinn á toppi fjallsins er u.þ.b. 300 m í þvermál og frá honum runnu mikil hraun, sem þekja m.a. vestanvert Þingvallasvæðið.

Fjallið myndaðist líklega í löngu gosi skömmu eftir eða í lok síðasta kuldaskeiðs ísaldarinnar. Hraunin og allt landslag á þessu svæði hefur haggast, sigið og risið eins og glöggt kemur fram í misgengjunum Almannagjá, Hrafnagjá og óteljandi öðrum.

Í austanverðri Þingvallasveit eru yngri hraun, sem runnu frá Tindaskagaheiði. Gjábakkavegur liggur á suðurenda þeirra. Karl og Kerling eru tveir móbergshnjúkar sunnan Skjaldbreiðar og skammt frá Kerlingu eru tveir leitarmannakofar og hesthús. Jónas Hallgrímsson orti kvæðið „Fjallið Skjaldbreiður“, þegar hann villtist eitt sinn frá ferðafélögum sínum nálægt Brunnum á Kaldadalsleið:

Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val;
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Löngu hefur Logi reiður
lokið þessa steypu við.
Ógnarskjöldur bungubreiður
ber með sóma réttnefnið.

Myndasafn

Í grennd

Hlöðufell
Hlöðufell (1188m) er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnum grágrýtiskolli og sísnævi norðan   Laugardals og sunnan Langjökuls. Það er hömrum girt en…
Kaldidalur
Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 183…
Þingvellir
Þjóðgarðurinn Þingvellir Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )