Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skálmadalsá

Skálmadalsá

Þetta er afburðagóð, þriggja stanga sjóbleikjuá í Skálmarfirði á Barðaströnd. Veiðihúsið er gamalt eyðibýli og veiðin nær allt að 700 bleikjum á aðeins sex vikum. Gömul leið liggur upp úr Skálmardal um Skálmardalsheiði til Ísafjarðardjúps. Það þótti svo landgott í dalnum, að kindur, sem voru hálfdauðar úr hor eftir veturinn, lifnuðu snarlega við á vorin, þegar þeim var sleppt á beit.
Við Skálmarfjörð voru fyrrum þýzkir verzlunarstaðir á Langeyri og Sigurðareyri.

Myndasafn

Í grennd

Reykhólar, Ferðast og Fræðast
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )