Þetta er afburðagóð, þriggja stanga sjóbleikjuá í Skálmarfirði á Barðaströnd. Veiðihúsið er gamalt eyðibýli og veiðin nær allt að 700 bleikjum á aðeins sex vikum. Gömul leið liggur upp úr Skálmardal um Skálmardalsheiði til Ísafjarðardjúps. Það þótti svo landgott í dalnum, að kindur, sem voru hálfdauðar úr hor eftir veturinn, lifnuðu snarlega við á vorin, þegar þeim var sleppt á beit.
Við Skálmarfjörð voru fyrrum þýzkir verzlunarstaðir á Langeyri og Sigurðareyri.