Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skálavík

Skálavík var vestust byggð í N-Ís. vestan Ísafjarðarkaupstaðar. Víkin er stutt og breið fyrir opnu hafi. Þar  er því brimasamt og lending óhæg. Stuttur dalur er upp af víkinni, grösugur en girtur bröttum og skriðurunnum klettafjöllum.

Áður voru nokkrir bæir við ströndina og íbúarnir lifðu jöfnum höndum á landbúnaði og sjófangi. Bæirnir hafa smám saman verið að leggjast í eyði og nú er þar engin byggð en land nýtt á sumrin.

Árið 1910 féll snjóflóð á Breiðaból í Skálavík. Fjórir menn biðu bana en fimm manns náðust lifandi eftir að hafa legið 40 klukkustundir í snjónum, þar á meðal 8 vikna gamalt barn. Margar skepnur fórust og útihús brotnuðu.

Næsta byggð við Skálavík er Bolungarvík og er um tvær leiðir að ræða milli þeirra. Önnur er með sjó, þar sem heitir Stigahlíð, stórgrýtt og torfarin. Hin leiðin er um Skálavíkurheiði, um 10-12 km leið. Þar er akfært.

Á Skálavíkurheiði þótti ekki gott að vera einn á ferð, sízt í náttmyrkri eða vondum veðrum. Þar var illur andi, sem seiddi vegfarendur til sín niður í svokallaða Mánafellsskál (síðast varð þar banaslys 1994).

Myndasafn

Í grennd

Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Galtarviti
Galtarviti stendur í Keflavík sem er lítil vík milli Súgandafjarðar og Skálavíkur. Víkin snýr mót opnu hafi  eru siglingar skipa tíðar fram hjá vitanu…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )