Sílalækjarvatn er í Aðaldalshreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 0,18 km², sagt grunnt og í 3 m hæð yfir sjó. Ekinn er vegur 852 að bænum Sílalæk til að komast að því. Mikið er af ágætum fiski í vatninu, bæði bleikju og urriða. Veiði hefur verið stunduð allt árið, ísdorg á veturna, og stangafjöldi er ekki takmarkaður. Netaveiði hefur verið stunduð til hagsbóta fyrir alla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 470 km og 85 frá Akureyri.