Seyðisfjarðarkirkja er í Seyðisfjarðar-prestakalli í Múlaprófastsdæmi. Kirkja Seyðisfjarðarsóknar stóð í á Vestdalseyri eftir að hún var flutt frá Dvergasteini. Hún var rifin, þegar fólki fækkaði í sókninni og önnur byggð á Fjarðaröldu úr viðum hennar að hluta. Hún var vígð 1922 og tekur 300 manns í sæti. Hún hefur verið endurbætt mikið og kórinn var vígður að nýju 1981.
Safnaðarheimili, sem var reist 1977-78, er sambyggt kirkjunni, að hluta fyrir gjafafé norska sjómannatrúboðsins, sem seldi hús sitt á Seyðisfirði. Prestssetrið var flutt frá Dvergasteini til kaupsstaðarins 1938.