Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Setbergskirkja

Setbergskirkja er í Setbergsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Hún var byggð 1892 af Sveini Jónssyni snikkara úr Stykkishólmi. en í henni er að finna muni úr eldri kirkjum. Þetta er lítil og snotur, turnlaus kirkja úr timbri Hún var helguð heilögum krossi í katólskri tíð.

Á Setbergi hefur verið kirkja frá því á 12 öld. Meðal merkra klerka, sem sátu staðinn, var Steinn Jónsson (1660-1739), sem varð biskup á Hólum 1711. Hann lét prenta alla biblíuna á Hólum 1728 í þriðja skiptið hérlendis. Þessi útgáfa var kennd við hann. Áður höfðu komið út Guðbrandsbiblía 1584 og Þorláksbiblía 1644.

Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, sem ræktaði líklega fyrstur manna kartöflur hérlendis, var prestur á Setbergi í nokkur ár og dvaldi þar hjá eftirmanni sínum, Birni Þorgrímsyni (1750-1866), sem samdi æviminningar hans, til dauðadags. Margir aðrir merkir prestar sátu staðinn síðar.

Myndasafn

Í grend

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhú ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )