Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seleyri við Borgarfjarðarbrú

Seleyri við Borgarfjarðarbrú er athyglisverður staður til strandveiði, þar sem uppistaða aflans er  sjóbirtingur og sjóbleikja og laxinn ætti ekki að vera langt undan á ferð sinni upp í Borgfirsku árnar. Borgarnes býður upp á ýmsa þjónustu fyrir ferðamenn, m.a. Safnhús Borgarfjarðar, sundlaug, golfvöll, hótel og gott tjaldstæði er á staðnum. Fyrir þá sem vilja renna fyrir silung í einn dag eða part úr degi er Borgarnes staður til að staldra við.
Stöngin út!!
Borgarnes er um 70 km frá Reykjavík.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )