Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selá

Veiði á Íslandi

Ein þekktasta laxveiðiá landsins, kemur upp á hálendinu ofan byggða í Vopnafirði og fellur til sjávar í   firðinum. Veitt er á 5-6 stangir á neðra svæði og 2-3 á hinu efra, eftir tíma hverju sinni. Á neðra svæðinu er frábært veiðihús með þjónustu, en efra búa menn í viðhöldnu eyðibýli.

Óvíða hafa menn meira pláss í kílómetrum talið á hverja stöng heldur en í Selá. Veiði sveiflast mjög í henni eins og öllum ám á Norðausturhorninu, en seinni árin fer veiðin þó sjaldan niður fyrir 5-600 laxa. Góð sumur skila 1200 til 1300 löxum á þurrt og þá er líf og fjör á bökkum Selár. .

Selárdalur er vestastur Vopnafjarðadala. a.m.k. 30 km langur að Mælifelli (822m). Þar grynnist hann   mikið en efstu drög má rekja inn í Dimmafjallgarð. Lágir hálsar liggja að honum öllum. Dalurinn var allur byggður forðum, níu bæir á fyrri hluta 19. aldar. Skammt neðan Selárfoss er jarðhiti og þar er afbragðssundlaug. Í dalnum er eitthvert mesta vetrarríki í Vopnafirði. Tún kól í dalnum á árunum 1965-70, þannig að bændur töldu endurræktun ómögulega. Þeir seldu veiðifélagi í Reykjavík jarðirnar.

Myndasafn

Í grennd

Deildará
Deildará er þriggja stanga á á Melrakkasléttu. Þar er ágætishús, þar sem veiðimenn hafa annast um sig sjálfir. Laxinn er oft allstór í ánum á Norðaust…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )