Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selá Í Álftafirði

Veiði á Íslandi

Selá Í Álftafirði er sennilege eitthvert bezt varðveitta laxveiðileyndarmál landsins. Hún hefur ekki verið í  skipulagri útleigu, en jarðeigendur lítillega nýtt sér hana. Sumarið 2004 var hún stunduð um helgar og var veiðin framar vonum eða 108 laxar á tvær stangir. Selá er dragá sem rennur um Starmýrardal og útí Álftafjörð rétt austan við Þvottárskriður, á mörkum Austur- Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu.

Áin lætur lítið yfir sér þegar ekið er yfir hana þjóðvegi eitt, en litlu ofar rennur hún í afar fögru umhverfi. Hún er fiskgeng 9. km. og eru í henni skráðir 20 veiðistaðir og veiðikort er til af ánni. Í Selá veiðist einnig sjóbirtingur á ósasvæðinu á haustin.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiðifélagið Strengir
Hrútafjarðará: Hrúta ásamt Síká gefur að meðaltali um 400 laxa á stangirnar þrjár og eitthvað af sjóbleikju. Gott veiðihús. Laus veiðileyfi Minni…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )