Sauðlauksdalskirkja er í Patreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Sauðlauksdalur er bær, og prestssetur í stuttu dalverpi við sunnanverðan Patreksfjörð.
Þar var fyrrum bænhús og sóknarkirkja frá 1512. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og öllum heilögum, einkum Þorláki biskupi helga. Kirkjan var útkirkja frá Saurbæ á Rauðasandi en varð prestssetur 1724 fyrir gjöf frá Guðrúnu Eggertsdóttur í Bæ.
Útkirkjur frá Sauðlauksdals eru í Bæ og Breiðuvík og frá 1970 í Haga og Brjánslæk. Prestar á Patreksfirði hafa þjóðan þessum kirkjum frá 1964.
Núverandi kirkja var reist 1863. Talið er, að Niels Björnsson hafi verið þar að verki. Turninum var bætt framan á kirkjuna á árunum 1901-02.