Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðlauksdalskirkja

Sauðlauksdalskirkja er í Patreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Sauðlauksdalur er bær,   og prestssetur í stuttu dalverpi við sunnanverðan Patreksfjörð.

Þar var fyrrum bænhús og sóknarkirkja frá 1512. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og öllum heilögum, einkum Þorláki biskupi helga. Kirkjan var útkirkja frá Saurbæ á Rauðasandi en varð prestssetur 1724 fyrir gjöf frá Guðrúnu Eggertsdóttur í Bæ.
Útkirkjur frá Sauðlauksdals eru í Bæ og Breiðuvík og frá 1970 í Haga og Brjánslæk. Prestar á Patreksfirði hafa þjóðan þessum kirkjum frá 1964.

Núverandi kirkja var reist 1863. Talið er, að Niels Björnsson hafi verið þar að verki. Turninum var bætt framan á kirkjuna á árunum 1901-02.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Vestfjörðum og Ströndum
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Álftamýrarkirkja Bíldudalskirkja Breiðavik Breiðavíkurkirkja Breiðuvíkurkirkja …
Sauðlauksdalsvatn
Sauðlauksdalsvatn er í Rauðasandshreppi í V.-Barðastrandarsýslu og skammt frá flugvellinum á  Patreksfirði. Frá vatninu er stutt í byggðasafnið á Hnjó…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )