Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðaneskirkja

Sauðaneskirkja er í Þórshafnarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Sauðanes er bær, kirkjustaður og var  prestssetur á Langanesi, sjö km norðan Þórshafnar. Sauðanes var lengi talið eitt þriggja beztu brauða landsins. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Guði og Ólafi helga Noregskonungi. Útkirkja var á Svalbarði.

Timburkirkja á hlöðnum steingrunni, sem nú stendur, var byggð 1889. Í henni er forn vængjatafla með ártalinu 1742. Aftan á hliðarvængjum hennar stendur: „Offeret kirkan af Hans Mülle Luia.“ Prédikunarstóllinn stendur á útskornum og gildum tréfæti. Á hliðum hans eru fjórar stórar postulamyndir. Séra Árni Skaftason (1693-1770), sem sat Sauðanes frá 1717 til dauðadags, gaf kirkjunni stólinn.

Ríkharður Jónsson gerði skírnarsáinn í tilefni 70 ára afmælis séra Þórðar Oddgeirssonar (1883-1955), sem þjónaði Sauðanesi 1918-1955. Munnmæli herma, að kirkja hafi eitt sinn verið byggð úr gjafaviði frá bóndanum á Eiði á Langanesi. Hann hafði hrakið á hafís norður til Jan Mayen. Þar smíðaði hann fleka úr rekavið og sigldi aftur heim. Hann gaf kirkjunni flekann í guðsþakkarskyni og úr honum var kirkjan smíðuð. Þá stóð kirkjan nokkru neðar en núverandi kirkja.

Önnur saga segir frá því, að Vopnfirðingar hafi eitt sinn drepið prest í kirkjunni fyrir altari á sjálfan páskadaginn.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Vopnafjörður
Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kobeinstanga í innanverðum Vopnafirði, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. Þar hefur verið verzlunarstaður frá f…
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )