Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðafell í Dalasýslu

Sauðafell er bær í Miðdölum í Dalasýslu undir samnefndu felli.

Sturlunga segir meðal annars frá för Vatnsfirðinga þangað í janúar 1229 og illvirkja   þeirra á staðnum. Sturla Sighvatsson var ekki heima, þegar gerðist. Hann drap Vatnsfjarðarbræður í hefndarskyni þremur árum síðar, þegar þeir áttu leið fram hjá bænum. Síðar var Jón Arason, Hólabiskup, staddur á Sauðafelli með sonum sínum tveimur og öðru fylgdarliði, þegaf Daði Guðmundsson í Snóksdal kom með her manns og handtók þá. Síðan voru feðgarnir fluttir til Skálholts, þar sem þeir voru hálshöggnir 7. nóvember 1550.

Sauðafell var kirkjustaður til 1919, þegar kirkjan var flutt að Kvennabrekku. Á katólskum tímum var þar Ægidíuskirkja.

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )