Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sandfell Fáskúðsfjörður

Sandfell (743m) er bergeitill (lakkólít) úr ríólíti sunnan Fáskrúðsfjarðar. Sum blágrýtislögin hafa hvelfzt   upp með því en önnur hverfa óbreytt inn undir það, eins og sést skýrast í suðurhlíðunum. Þessi eitill er álitinn 600 m þykkur og hafa troðizt í gegnum 500 m þykkan blágrýtisstafla fyrir 14-16 milljónum ára. Þá var Reyðarfjarðareldstöðin upp á sitt bezta.

Þessi jarðmyndun er skyld Sykurhleifnum í Ríó de Janeiro í Brasilíu.
Vinsæl gönguleið upp Sandfell er að suðaustanverðu.

Myndasafn

Í grennd

Fáskrúðsfjörður
Við botn Fáskrúðsfjarðar er kauptúnið Búðir. Þar er kaupfélag, sem rekur verzlun, fiskvinnslu og útgerð. Búðir voru helsta bækistöð franskrar skútuútg…
Rio de Janeiro
RIO de JANEIRO BRASILÍA Rio de Janeiro er í suðausturhluta landsins við Atlantshafsströndina. Hún er næststærsta borg landsins, höfuðborg samnefn…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )