Sámstaðavatn er í Laxárdalshreppi í Dalasýslu. Það er 0,2 km², grunnt og í 135 m hæð yfir sjó. Úr vatninu rennur lækur í Laxá í Dölum. Flestum bílum er fært að vatninu. Umhverfi þess er vel gróið og þar var eitt sinn ræktað tún. Í því er bæði bleikja og urriði, góður fiskur. Eigendur hafa veitt dálítið í net, einkum til að fylgjast með stofnstærðinni.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 170 km.