Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sælingsdalstunga

Sælingsdalstunga er bær í Sælingsdal í Dalasýslu við rætur Tungumúla. Þar stóð kirkja fram til 1853 og  katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Maríu mey og Jóhannesi skírara. Laxdæla segir okkur frá búsetu Guðrúnar Ósvífursdóttur og Bolla Þorleikssonar eftir víg Kjartans Ólafssonar. Þegar Bolli hafði verið veginn í hefndarskyni, hafði Guðrún bústaðaskipti við Snorra goða á Helgafelli og bjó þar til dauðadags. Faðir Guðrúnar bjó á Laugum í Sælingsdal, eða Sælingsdalslaug eins og bærinn var kallaður á söguöld.
Þegar Snorri goði hafði tekið við búsforráðum, byggði hann kirkju í Tungu og sagt er, að enn þá sjáist fyrir tóttum hennar. Afkomendur Sturlu lögmanns Þórðarsonar bjuggu lengi í Tungu síðar.

Niðri við Sælingsdalsá er Tungustapi, sem kunnastur er fyrir áhrifamikla álfasögu, en menn trúðu, að stapinn væri dómkirkja álfanna.

Myndasafn

Í grend

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )