Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reynisvatn

Veiði á Íslandi

Reynisvatn var eitt fjölmargra smávatna innan borgarmarka Reykjavíkur. Þjóðsagan segir frá Reyni bónda og dóttur hans, sem drukknuðu bæði í vatninu og silungsveiði lagðist af. Um árabil hefur bæði regnbogasilungi og laxi verið sleppt í vatnið og veiðileyfi seld á staðnum.

Margur heldur að þarna sé vaðandi veiði og að sönnu er veiði oft góð, en regnboginn getur ekki síður verið dyntóttur en villtur silungur. Reynisvatn, eins og aðrar regnbogatjarnir, er vinsælt hjá barnafólki, enda bókað mál að nóg er af fiski á staðnum og allur fiskur vel vænn.

Reynisvatni er lokað fyrir veiði !!!

Ekki er vitjað hvað verður um veiði þar!!

Myndasafn

Í grennd

Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )