Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjavegur

Þorbjörn
Þorbjörn

Reykjavegur

Gönguleiðin Reykjavegur skiptist í nokkra áfanga, sem auðvelt er að bæta við. Þessir áfangar hefjast við  Reykjanesvita og enda á Nesjavöllum eða bæta við leiðinni til Þingvalla og lengra ef vill. Það er hægt að ganga hvern áfanga á einum degi og láta sækja sig að honum loknum eða láta fyrirberast í tjaldi eða undir þaki, þar sem því verður við komið. Stungið er upp á eftirfarandi áföngum:

1. Reykjanesviti – Þorbjörn (Bláa lónið) 19 km
2. Þorbjörn – Leirdalur 13 km
3. Leirdalur – Djúpavatn 14 km
4. Djúpavatn – Kaldársel 18 km
5. Kaldársel – Bláfjöll 16 km
6. Bláfjöll – Hamragil 20 km
7. Hamragil – Nesjavellir 14 km

Víðast eru leiðirnar merktar með bláum stikum og bent er á afleiðir til áhugaverðra staða eða nærliggjandi bæja. Leiðirnar liggja um mólendi, mosagróin hraun, sand og mela. Þetta mun vera ein lengsta merkta gönguleið landsins og á áfangastöðum á að vera aðgangur að fersku vatni og salerni a.m.k. Þó verður að gæta þess, að við Höfða, skammt frá Fagradalsfjalli er engin slík aðstaða. Þar verður að nota neyzluvatn, sem fólk ber á sér sjálft. Göngubúnaður á þessari leið þarf að vera góður og göngufólk fylgir vitaskuld leiðbeiningum Náttúruverndarráðs út í yztu æsar.
Mynd: Selvogsgata, Tvíbollahraun, Grindaskörð

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Reykjanes
Gönguleiðir um Reykjanes. Vogar-Njarðvík.  Ævagömul leið liggur um Reiðskarð yfir Vogastapa og Grímshól. Vogar-Grindavík. Þessi leið er kölluð Skó…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )