Reykhólakirkja er í Reykhólaprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Reykhólar eru bær og í Reykhólasveit. Staðurinn var meðal mestu höfuðbóla landsins og mikil hlunnindajörð vegna sjárvarfangs og æðarvarps í 300 eyjum og hólmum, sem tilheyrðu henni.
Kirkjur hafa staðið þar frá fornu fari og prestur hefur setið þar síðan 1941. Núverandi kirkja var vígð 1963 og meðal merkra muna hennar er gylltur kaleikur og eftirmynd af Maríulíkneski úr eldri kirkjum á staðnum, sem var flutt til Kristskirkju í Reykjavík. Jón Thoroddsen keypti altaristöflu eftir Lövener frá 1834 í Danmörku að ósk móður sinnar fyrir kirkjuna.
Leifur Breiðfjörð gerði tvær steindar rúður, sem voru settar í kirkjuna 1985. Legsteinn Magnúsar Arasonar, sýslumanns (1599-1655), er í kirkjunni.