Reyðarvatn er rétt norðvestan bæjarins Kross í Fellabæ. Allir bílar komast í 500m fjarlægð frá vatninu og þaðan er gengið alla leið. Vatnið er 18 ha. Veiðileyfin gilda í það allt og fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Þarna veiðist bleikja af öllum stærðum. Besta veiðin er, þegar ísa leysir, snemma á morgnana og seint á kvöldin í stilltu veðri.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 670 km og 6 km frá Egilsstöðum.