Reyðarvatn er í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og tilheyrir Hofsafrétt. Það er 1 km², fremur grunnt og í 710 m hæð yfir sjó. Rústa- eða Runukvísl rennur úr því til Hofsár. Sæmilegasti vegur liggur til vatnsins frá Goðdölum í átt að Laugafelli, flestum bílum fær. Í vatninu er bleikja, allgóður fiskur. Stangafjöldi er ekki takmarkaður.
Vegalengdin frá Reykjavík um Kjöl er u.þ.b. 253 km (jeppafært) og um Varmahlíð og Goðdali 380 km.