Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rekavík bak höfn

Rekavík

Rekavík bak höfn er aðeins lítil skál milli Hælavíkurbjargs og Hafnarfjalls í Hornvík. Þar stóð fyrrum einn bær samnefndur víkinni. Örðugt var til búskapar og helzt til að drýgja björgina var eggja og fuglatekja í Hraundalabjargi og fiskimið skammt undan landi. Klettar í sjó fram milli Rekavíkur og Hafnar nefnast Tröllakambur.
Hinn 2. maí 2011, kl. 09:00 tilkynnti skipstjóri hrognkelsabáts um ísbjörn, sem hvarf í þoku uppi í hlíðum Hælavíkur. Ekki var vitað um ferðamenn á svæðinu, en komið var í veg fyrir fyrirhugaða ferð þennan daginn. Viðbragðsáætlun var strax virkjuð og dýrið, sem hafði skokkað alla leið til Rekavíkur, var skotið samdægurs úr þyrlu landhelgisgæzlunnar. Þetta var líklega fjögurra ára birna, sem vóg um 150 kíló.

Myndasafn

Í grennd

Hornvík
Hornvík er milli Hornbjargs að austan og Hælavíkurbjargs að vestan og vestar er Hælavík. Látravík og Hornbjargsviti eru austan Hornbjargs. Austan Hæla…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )