Rauðamelskirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Kirkjan á Rauðamel er lítil og snotur timburkirkja. Fornt kirkjusetur á Rauðamel ytri var endurvakið árið 1570 og hin forna kirkjusókn Haffjarðareyjar lögð til hennar. Rauðamelskirkja var útkirkja frá Kolbeinsstöðum til 1645 og síðan frá Miklaholti.