Rangá er á mörkum Fella- og Tunguhreppa í N.-Múlasýslu. Hún á upptök í Sandvatni á Fellaheiði og þó lengra aðkomin , því Sandá rennur í Sandvatn af heiðum ofan. Rangá fellur í gljúfrum efst um heiðarlendi. Síðan um byggð í Lagarfljót.
Ágæt aðkoma er að ánni sérstaklega neðri hluta hennar. Í Rangá er bleikja og urriði, sem væntanlega kemur úr Lagarfljóti. Góð veiði er í Rangá og fiskar hafa veiðst vel yfir 5 pund. Sjóbirtingur kemur í ána seinnipart sumars en ekki í miklu mæli.
Vegalengdin frá Reykjaví er u.þ.b. 715 km og 6-8 km frá Egilsstöðum.