Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Papós

Fyrsti verzlunarstaður Austur-Skaftafellssýslu var á Papósi við Papafjörð. Þar var verzlað á árunum 1861-  97 þangað til verzlun hófst á Höfn. Næstu tvö árin var rekinn unglingaskóli með heimavist á staðnum. Þessi gamli verzlunarstaður stendur við Papafjörð, sem gengur inn úr Lónsvík. Ósinn var fær litlum skipum og skjólgóð lega, þegar inn fyrir var komið. Rústir húsanna á staðnum eru áberandi enn þá og eitt húsanna, sem eftir stóð, var flutt til Hafnar, þar sem það hýsir byggðasafnið.

Sunnan gamla verzlunarstaðarins eru svokallaðar Papatættur, sem sagðar eru vera frá tíma írsku einsetumannanna, sem bjuggu á landinu fram yfir upphaf landnáms norrænna manna.

 

Myndasafn

Í grennd

Höfn í Hornafirði
Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu. Hornafjarðarbær er á nesi milli Horna…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )